Útinámsverkefni
Felum og finnum orð
1 klst.
Markmiðið er samvinna og læsi.
  • Kennarinn er með tvo bunka af spjöldum sem eru skrifuð eða prentuð orð. Í hvorum bunka eru sömu orðin, þ.e. hvert orð er skrifað á tvö spjöld, eitt í hvorn bunka. Gæta þarf þess að orðin séu jafn mörg og börnin sem taka þátt í leiknum.
  • Hvert barn fær orðaspjald hjá kennaranum úr fyrri bunkanum. Börnin fela orðin í umhverfinu, setja þarf mörk um hversu langt þau mega fara frá kennaranum með orðin. Svo koma þau aftur til kennarans.
  • Nú fær hvert barn orðaspjald úr seinni bunkanum. Verkefnið felst í því að börnin leita að sama orði á spjaldi í umhverfinu og er á miðanum sem þau halda á.
Hægt að framkvæma í hvaða umhverfi sem er. Helst þar sem ekki er alveg opið svæði heldur möguleiki á að fela hluti.
Orðaspjöld.
  • Orðaspjöldin þurfa að vera jafn mörg og börnin sem taka þátt í leiknum. 
  • Orðin geta gjarnan tengst örðum verkefnum sem unnin eru í leikskólanum eða sögusmíði barnanna sja t.d. Sögusmíði með sandpoka.
Leikskólastig Yngstastig 4-5 ára 5-6 ára
Sumar Haust Vetur Vor
Allstaðar
Börn leita að orðum í umhverfinu og læra þannig að þekkja og kynnast orðum.
Íslenska Náttúrufræði Hreyfing Samskipti Tjáning
Prisma leikskólaverkefni
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni