Verkefnakista MÚÚ
Felum og finnum 4 - Egg egg egg
Læsi Heilbrigði
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
1 klst
Hvar sem er
Íslenska Málrækt Læsi og samskipti Heilbrigði og vellíðan Sjálfbærni og vísindi
Finna egg og telja
Markmið er samvinna, heilbrigði og sjálfbærni
Kennarinnn, eða tvö til þrjú börn í sameiningu, fela plastegg sem hópurinn hefur tekið með sér úr leikskólanum/skólanum.
Kennarinn gefur börnunum fyrirmæli um að safna saman eggjunum og leggja þau á hvíta dúkinn. Ef eggin eru nógu mörg má óska eftir því að hvert barn finni tvö eða þrjú egg.
Hægt er að leggja eggin á töluspjöld líkt og gert er í felum og finnum 1 - fjársjóðsleit.
Hægt er að leika með eggin á fjölbreyttan hátt, t.d. leyfa börnunum að búa til hreiður og leggja egg í þau. Einnig er hægt að leita að slíkum hreiðrum líkt og leitað er að eggjunum í þessum leik.

Plastegg og Hvítur dúkur.
Hægt er að senda myndir inn Hérna