Útinámsverkefni
Bókstafur á spjaldi 
1 klst
Að barnið þekki stafina og myndi bókstaf með skapandi hætti.
Barnið safnar ýmsu smálegu afsömu gerð, s.s.s nokkrum laufum eða smásteinum.
Barnið fær spjald hjá kennaranum og raðar á það því sem það hefur safnað. Úr efniviðnum myndar barnið stafinn sinn.
Því næst, nær barnið í eitthvað sem á sama staf.
Dæmi:
Júlía safnar nokkrum laufum og raðar þeim í "J" á spjaldið sitt. Því næst sækir Júlía "Jörð" (mold) sem hún setur áspjaldið hjá stafnum sínum.
Sumir fara þá leið að láta barnið safna því sem á sama staf og það sjálft og nota það til að móta stafinn á spjaldið.
Dæmi: Júlía mótar stafinn "J" úr "jörðinni" (moldinni sem hún náði í. 
Efniviður á staðnum
Eitt papaspjald á barn .
Leikskólastig Yngstastig
Sumar Haust Vetur Vor
Allstaðar
Börnin safnar ýmsu smálegu úr nærumhverfi og móta staf úr þvi sem það finnur.
Framkvæmt hvar sem er, svo fremi sem efniviður sé til staðar, s.s. lauf, smásteinar, greinar, kuðungar eða annað smálegt. 
Náttúrufræði Íslenska Tjáning
Prisma leikskólaverkefni
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni