Verkefnakista MÚÚ
Draumaplantan 
Félagsfærni Læsi Sköpun
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
Draumaplantan 
Hvar sem er
Íslenska Náttúrufræði Lífsleikni Náttúra og umhverfi Málrækt Listgreinar Læsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi
Börnin búa til sína draumaplöntu úr efnivið í nærumhverfinu, þau fara saman yfir hvernig hún lítur út og hverjir eiginleikar draumaplöntunnar er. Efniviður fundinn í nærumhverfi.
Að börnin lesi náttúruna og eru skapandi

Æskilegt er að byrja á því að ræða við börnin um plöntur. Með því er dregin fram þekking barnanna og reynsla af plöntum sem hægt er að tenga við síðar.
Því næst er rætt um hvernig plntur þjónusta okkur, þe.e. trélitir eru úr trjám, föt eru mörg úr náttúrulegum efnum (s.s. hör, bómull), allt grænmeti og ávextir eru plöntur, plöntur mynda súrefni sem við öndum að okkur o.s.frv.
Því næst vinna börnin, öll saman eðaí smærri hópum, að því að búa til sína draumaplöntu úr efnivið í nærumhverfi, t.d. strá, lauf, gras o.s.frv.
Að lokum eru allar plönturnar sem búnar voru til, skoðaðar og börnin segja frá eiginleika þeirra og hvaða gagn við höfum af hverri og einni. 
Margvíslegur efniviður úr náttúrunni áhverjum stað.
Efniviður - allt mögulegt sem finnst í nærumhverfi.
Lítill hvítúr dúkur eða spjald til að raða draumaplöntunni á.
Hægt er að senda myndir inn Hérna