Verkefnakista MÚÚ
Finnum fjöldann
Félagsfærni Læsi Sköpun
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
1 klst.
Hvar sem er
Íslenska Stærðfræði Náttúrufræði Náttúra og umhverfi Málrækt Læsi og samskipti
Nemendur finna hluti og leggja niður á dúk þar sem réttur fjöldi á við.
Að nemendur skoði í kringum sig og finni réttan fjölda af eins hlutum. Markmiðið er að þau telji, skoði nærumhverfi og náttúrulæsi.
Börnin vinna í pörum.
Börnin eru beiðin um að finna smáhluti í nærumhverfi til þess að leggja niður á dúk. t.d. steina, lauf, blóm, barr o.s.frv.
Kennarinn segir hverju pari af börnum, hvaða fjölda þau eigi að safna. Gott getur verið að afhenda þeim spjald með samsvarandi tölustaf á.
Börnin velja hvaða hluti þau koma með á dúkinn, en allir þurfa að vera eins og fjöldinn rétttur miðað við fyrirmæli kennarans. Hægt er að biðja börnin um að koma með eitthvað sem er það smátt að rúmist fyrir í lófa þeirra.
Hlutirnir eru lagðir á dúkinn hja samsvarandi tölustaf og þegar allir hafa komið til baka er gott að fara yfir tölustafina, fjöldann (teljahlutina við hvern tölustaf og ræða hvað það er). 
Talnadúkur - Hvítur dúkur sem búið að er að teikna tölur á frá 1 og upp í 10 þar sem börnin geta lagt rétta fjölda af hluta við rétta tölu. 
Hægt er að senda myndir inn Hérna