Börnin vinna í pörum.
Börnin eru beiðin um að finna smáhluti í nærumhverfi til þess að leggja niður á dúk. t.d. steina, lauf, blóm, barr o.s.frv.
Kennarinn segir hverju pari af börnum, hvaða fjölda þau eigi að safna. Gott getur verið að afhenda þeim spjald með samsvarandi tölustaf á.
Börnin velja hvaða hluti þau koma með á dúkinn, en allir þurfa að vera eins og fjöldinn rétttur miðað við fyrirmæli kennarans. Hægt er að biðja börnin um að koma með eitthvað sem er það smátt að rúmist fyrir í lófa þeirra.
Hlutirnir eru lagðir á dúkinn hja samsvarandi tölustaf og þegar allir hafa komið til baka er gott að fara yfir tölustafina, fjöldann (teljahlutina við hvern tölustaf og ræða hvað það er).