Verkefnakista MÚÚ
Form 1 - Röðum á formin 
Læsi
Sumar Vetur Haust Vor
Leikskólastig Yngstastig
1 klst.
Hvar sem er
Íslenska Stærðfræði Náttúra og umhverfi Málrækt Læsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi Sköpun og menning
Börnin skoða form og finna svo efnivið í nærumhverfi til að mynda formið.
skilja form og auka náttúrulæsi.
Þessi leikur er mjög góður inngangsleikur að því að vinna með form. Þess vegna hentar hann sérstaklega yngstu börnunum. Leikurinn hentar líka vel börnum sem eru að ná tökum á íslensku.
Eitt formspjald er lagt á jörðina. Kennarinn ræðir við börnin hvaða form það sé (hringur, þríhyrningur, ferningur, rétthyrningur.).
Hópurinn kemur sér saman um hvaða efnivið skuli nota fyrir formið. T.d. laufblöð eða smásteina.
Öll börnin safna efniviði og raða á formið. 
Stór spjöld með formum, þannig að formin séu um 30-40 cm á kant.
Hægt er að senda myndir inn Hérna