Útinámsverkefni
Form: Formin í rammanum 
1 klst.
Að læar að þekkja form og náttúru og umhverfislæsi.
  • Kennarinn ræðir við börnin hvaða form þau þekki (hringur, þríhyrningur, ferningur, rétthyrningur, eftv. fleiri?). Kennari getur líka haft formspjöld til stuðnings
  • Gott er aað kennarinn vinni verkefnið með öllum hópnum í senn en í kjölfarið geta börnin unnið samskonar verkefni i pörum.
  • Papparammi er lagður á jörðina, staðsetningin er að vali barnanna. Kennarinn spyr börnin hvaða af formunum þau sjái innan rammans og leiðir umræður um hvaða form séu sjáanleg og hver ekki.
  • Að lokum má dreifa blöðum og litum til barnanna og biðja þau að teikna formin sem þau sjá í rammanum. 
Papparammar til að leggja á jörðina, gjarnan af stærð A5 eða A4. Litir og pappír

Leikskólastig Yngstastig
Sumar Haust Vetur
Allstaðar
Börnin skoða form í náttúrinn sem rúmast inni í ramma.
Náttúrufræði Málrækt Stærðfræði
Prisma leikskólaverkefni
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni