Verkefnakista MÚÚ
Form 4 - Formin í rammanum 
Heilbrigði Læsi Sköpun
Sumar Haust Vetur
Leikskólastig Yngstastig
1 klst.
Hvar sem er
Íslenska Stærðfræði Náttúrufræði Náttúra og umhverfi Málrækt Listgreinar Læsi og samskipti Heilbrigði og vellíðan Sjálfbærni og vísindi
Börnin skoða form í náttúrinn inni í ramma.
Að læar að þekkja form og náttúru og umhverfislæsi.
Kennarinn ræðir við börnin hvaða form þau þekki (hringur, þríhyrningur, ferningur, rétthyrningur, eftv. fleiri?). Kennari getur líka haft formspjöld til stuðnings
Gott er aað kennarinn vinni verkefnið með öllum hópnum í senn en í kjölfarið geta börnin unnið samskonar verkefni i pörum.
Papparammi er lagður á jörðina, staðsetningin er að vali barnanna. Kennarinn spyr börnin hvaða af formunum þau sjái innan rammans og leiðir umræður um hvaða form séu sjáanleg oghver ekki.
Að lokum má dreifa blöðum og litum til barnanna og biðja þau að teikna formin sem þau sjá í rammanum. 
Papparammar til að leggja á jörðina, gjarnan af stærð A5 eða A4. Litir og pappír

Hægt er að senda myndir inn Hérna