Að læar að þekkja form og náttúru og umhverfislæsi.
Kennarinn ræðir við börnin hvaða form þau þekki (hringur, þríhyrningur, ferningur, rétthyrningur, eftv. fleiri?). Kennari getur líka haft formspjöld til stuðnings
Gott er aað kennarinn vinni verkefnið með öllum hópnum í senn en í kjölfarið geta börnin unnið samskonar verkefni i pörum.
Papparammi er lagður á jörðina, staðsetningin er að vali barnanna. Kennarinn spyr börnin hvaða af formunum þau sjái innan rammans og leiðir umræður um hvaða form séu sjáanleg og hver ekki.
Að lokum má dreifa blöðum og litum til barnanna og biðja þau að teikna formin sem þau sjá í rammanum.
Papparammar til að leggja á jörðina, gjarnan af stærð A5 eða A4. Litir og pappír
LeikskólastigYngstastig
SumarHaustVetur
Allstaðar
Börnin skoða form í náttúrinn sem rúmast inni í ramma.