Að læra að þekkja form og umhverfis og náttúrulæsi.
Kennarinn ræðir við börnin hvaða form þau þekki (hringur, þríhyrningur, ferningur, rétthyrningur, e.t.v. fleiri?). Kennari getur líka notað formspjöld til stuðnings.
Kennarinn velur hvaða form á að leita að
Börnunum er skipt í pör eða hópa sem hver á að leita að forminu í umhverfinu og taka mynd af því á spjaldtölvu eða síma.
Formspjöld, þ.e.einhverjar myndir af helstu formunum geta hjálpað börnunum að læra formin.
Það er gaman að geta leyft börnunum að taka myndir á spjaldtölvu af formunum í náttúrunni.