Börnunum er skipt í hópa, 3-5 í hverjum hópi og hver hópur fær eitt bingóspjald.
Fjær hópnum er spjöldunum með myndum drief tá jörðina, með bakhliðina upp þannig að ekki sjáist myndin á þeim.
Úr hverjum hópi hleypur eitt barn í senn að myndaspjöldunum og sækir eitt spjald.
Þegar barnið kemur til baka í hópinn sinn hjálpast börnn að við að finna á hvaða hljóði myndin byrjar. Ef bókstafurinn sem á þetta hljóð er á spjaldinu má leggja myndapjaldið ofan á og þá getur næsta barn sótt næsta spjald.
Ef spjaldið passar ekki þarf eitthvert barnanna að skila pjaldinu í bunkann á jörðinn og sækja annað spjald í staðinn.
Hægt er að leika leikinn með öllum barnahópunum í senn og hjálpast að við að fylla bingóspjaldið. Líka er hægt að skipta börnunum í hópa og gera kappleik úr bingóinu.