Útinámsverkefni
Hlaupabingó: Púsluspil
1 klst.
Samvinna, læsi og hreyfing.
  • Börnunum er skipt í hópa, 3-5 í hverjum hópi.
  • Fjær hópnum er spjöldum dreift á jörðina með bakhliðina upp þannig að ekki sjáist hvað er á þeim.
  • Úr hverjum hópi hleypur eit barn í senn a spjöldunum og sækir eitt spjald.
  • Þegar barnið kemur til baka í hópinn sinn getur næsta barn hlaupið af stað til að sækja spjaldið og þannig koll af kolli. Spjöldin eru hlutar af púsluspili og hópurinn hjálpast að við að púsla heildarmyndina.
  • Ef spjaldið passar ekki þarf eitthvert barnanna að skila spjaldinu í bunkann á jörðinni og sækja annað spjald í staðinn. 
Púsluspjöld - t.d. með því að klippa myndi í nokkra hluta.
Leikskólastig Yngstastig
Sumar Haust Vetur Vor
Allstaðar
Börnin hlaupa og ná í púsl og púsla saman í hópum
Náttúrufræði Tjáning Samvinna
Prisma leikskólaverkefni
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni