Börnunum er skipt í hópa, 3-5 í hverjum hópi.
Fjær hópnum er spjöldum dreift á jörðina með bakhliðina upp þannig að ekki sjáist hvað er á þeim.
Úr hverjum hópi hleypur eit barn í senn a spjöldunum og sækir eitt spjald.
Þegar barnið kemur til baka í hópinn sinn geur næsta barn hlaupið af stað til að sækja spjaldið og þannig koll af kolli. Spjöldin eru hlutar af púsluspili og hópurinn hjálpast að við að púsla heildarmyndina.
Ef spjaldið passar ekki þarf eitthvert barnanna að skila spjaldinu í bunkann á jörðinni og sækja annað spjald í staðinn.