Útinámsverkefni
Hvað er í pokanum 1 - Þekki ég hlutinn minn?
1 klst.
Geta lýst hlutum, Náttúru- og umhverfislæsi.
Hvert barn fær þau fyrirmæli að finna einn hlut í umhverfinu og koma með hann á hvíta dúkinn. Gott er að þau miði við að hluturinn sé ekki stærri en lófinn þeirra og þau geti með góðu móti haldið honum í annarri hendi.
Með yngstu börnunum ernauðsynlegt að skoða þá hluti sem koma á dúkinn áður en þeir eru settir í einn stóran taupoka (innkaupapoka). Þá er átt við að börnin fái tækifæri til að þreifa á og snerta hlutina.
Þegar öllum hefur verið safnað saman í pokann geturkennarinn gerst annað tveggja:
  1. Kennarinn setur höndina ofan í pokann og tekur upp einn hlut, án þess þó að börnin sjái hvaða hlutur það er. Hann lýsir hlutnum eins vel og hann getur og börnin eiga að reyna að þekkja hvenær hann heldur á þeim hlut sem þau settu í pokann hvert og eitt.
  2. Kennarinn leyfir hverju barni á fætur öðru að þreifa á hlutunum í poknaum. Barnið má ekki sjá ofan í pokann en á að reyna að finna þann hlut sem það setti sjálft í pokann.

Hvítur dúkur og stór póki sem ekki sést í gegnum, t.d. margnota innkaupapoki.
Leikskólastig Yngstastig
Sumar Haust Vetur Vor
Allstaðar
Nemendur safna saman hlutum úr nærumhverfi og setja í stóran poka. Kennari eða eitt barn í einu lýsa svo hlutunum með því að stinga hendi í pokan og þreifa á honum.
Array
Array
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni