Verkefnakista MÚÚ
Hvað er í pokanum 2 - Þekki ég hlutina?
Félagsfærni Læsi
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
1 klst.
Hvar sem er
Íslenska Náttúrufræði Náttúra og umhverfi Málrækt Læsi og samskipti
Börn finna hluti úr nærumhverfi og setja í poka sem þau reyna svo að þekkja með því að koma við hlutinn ofan í pokanum.
Að læra að lýsa hlut og náttúru og umhverfislæsi.

Ýmsum hlutum úr umhverfinu er safnað saman á hvítan dúk. Gott er að miða við að hlutirnir séu ekki stærri en lófi barnanna og þau geti með góðu móti haldið á þeim í annari hendi.
Með yngstu börnunum er nauðynlegt að skoða þá hlutis em koma ´adúkinn áður enþeir eru settir í einn stóran taupokka (innkaupapoka). Þá er átt víð að börnin fái tækifæri til að þreifa á og snerta hlutina.
Þegar öllum hefur verið safnað saman í pokann gerir kennarinn eftirfarandi:
  1. Kennarinn seturhöndina ofan í pokann og tekur upp einn hlut, án þess þó að börnin sjái hvaða hlutur það er. Hann lýsir hlutnum eins vel og hann getur og börnin eiga að reyna að þekkja hvaða hlut hann heldur á. Börnin geta hjálpast að við að finna út í sameiningu hvað ahlut kennarinn heldur á.
  2. Kannarinn leyfir hverju barni á fætur öðru að þreifa á hlutnum í pokanum. Barnið á ekki sjá ofan í pokann en á að reyna að þekkja einvhern af hlutunum í pokanum og þegar það tekst má barnið taka hlutinn upp úr pokanum. 
Hvítu dúkur og stór taupoki sem ekki sést í gegnum (t.d. fjölnota innkaupapoki).
Hægt er að senda myndir inn Hérna