Verkefnakista MÚÚ
Hvað er í poknaum 3 - Náum í
Læsi Heilbrigði
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
1 klst.
Hvar sem er
Íslenska Náttúrufræði Hreyfing Náttúra og umhverfi Læsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi
Nemendur finna hluti í náttúru og nærumhvefi og setja í poka og reyna að svo að finna eins hlut með því að koma við það sem er í pokanum án þess að sjá hlutinn.
læsi, samkskipti, náttúr- og umhverfislæsi.
Ýmsum hlutum úr umhverfinu er safnað saman á hvítan dúk. Gott er að miða við að hlutirnir séu ekki stærri en lófi barnanna og þau geti með góðu móti haldið áþeim í annari hendi.
Með yngstu börnunum er nauðsynlegt að skoða þá hluti sem koma á dúkinn þá er átt við að börnin fái tækifæri tilað þreifa á og snerta hlutina.

Að því loknu er einn hlutur settur í hvern taupoka.

Börnin vinna saman tvö og tvö eða þrjú og þrjú og hvert par/hver hópur fær einn taupoka. Börnin mega ekki kíkja ofan í taupokann, en þau mega setja höndina ofan í pokann og þreifa á hlutnum sem er ofan í pokanum og eiga að reyna að átta sig á því hvaða hlutur það er.
Verkefni þeirra er þvi næst að ná í samskonar hlut og þann sem er ofan í pokanum. - ath. aðeins með þvi að þreifa áhlutnum í poknaum!

Þegar allir haf sótt hlutina safnast börnin saman við hvíta dúkinn og gægst í taupokana til að sjá hvort hlutirnir eru samskonar þeim sem börnin hafa sótt.

Þegar börnin eru vön útinámi og náttúrleikjum og kennarinn getur gengið út frá því að þau þekki algengustu hlutina í umhverfinu er hægt að setja hluti í poka án þess að börnin viti fyrirfram um hvaða hluti er að ræða. Það gerir leikinn meira krefjandi.

Einnig er hægt að gera leikinn erfiðari með því að setja 2-3 ólíka hluti í hvern poka. Auðveldast er fyrir börnin ef áferð hlutanna er mjög ólík, t.d. grenigrein og steinn. Smám saman má auka kröfurnar sem gerðar eru til barnanna og hafa hlutina líkari, s.s. birkigrein og aspargrein, en þá þurfa börnin að hafa öðlast reynslu af því að þekkja þessa hluti í sundur áður, t.d. eins og í verkefnum: Hvað vantar á dúkinn?, Hvað er í pokanum 1 og 2. 
Hvítur dúkur og Ltilir taupokar, 15 - 20 cm á kant.
Hægt er að senda myndir inn Hérna