Verkefnakista MÚÚ
Hvað vantar á dúkinn?
Félagsfærni Læsi
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
1 klst.
Hvar sem er
Íslenska Náttúrufræði Lífsleikni Náttúra og umhverfi Málrækt Læsi og samskipti Heilbrigði og vellíðan Sjálfbærni og vísindi
Nemendur safna hlutum á hvítan dúk og skoða, viskustykki er lagt yfir hlutina og einn hlutir látinn hverfa og nemendur reyna að komast að því hvaða hlutur var tekinn í burtu.
Náttúr- og umhverfislæsi, læsi og samskpti.
Ýmsum hlutum úr umhverfinu er safnað á hvítan dúk. Æskilegt er að þeir séu 10-12 fyrir eldri börnin, en þeim yngstu nægja 6-8 hlutir. 

Kennarinn spyr börnin vort þau þekki hlutina. Hann ræðir við þau um sérkenni hlutanna, í hverju þeir eru líkir og í hverju þeir eru ólíkir. Þannig fá börnin upplýsingar um hvern hlut, áferð hans, lit, lögun o.fl. Mikilvægt er að börnin fái að nota sem flest skynfærin við þessa vinnu, þ.e. snerta á hlutunum, lykta af þeim o.s.frv. 

Að þessu loknu kemur hópurinn sér saman um hugtak eða heiti fyrir hvern hlut, þe.e. eithvað sem einkennir hann ef heitið er ekki þekkt. T.d. á dúknum getur veirð græna laufblaðið, gula laufblaðið og rauða laufblaðið. En einnig steinn, plast, grein, greniköngull, furuköngull eð ahvað sem er. Bara að allir þekki hvernig átt er við hvern hlut.

Kennarinn breiðir því næst viskastykki yfir hlutina þannig að það hylur þá. Hann segir börnunum að þau eigi að aloka augunum, á meðan ætli hann að láta einn hlut hverf og börnin eigi að segja hvað ahlut vanti nú á dúkinn. 

Þegar kennarinn hefur tekið einn hlut undan viskstykkinu gefur hann börnunum fyrirmæli um að ona augun og lyftir því næst viskastykkinu ofan af hlutunum. 

Börnin eigað reyna að rifja upp hvaða hlutir voru á dúknum og finna út hvaða hlut vantar núna á dúkinn.
Þessi leikur er mjög góður grunnur fyrir marga aðra nátturleiki, s.s. Hvað er í pokanum 1-4 og Samstæðuspil. 
Hvítur dúkur og viskastykki til að breiða yfir.
Hægt er að senda myndir inn Hérna