Nemendur standa í hring og kennarinn einnig. Kennarinn byrjar á því að nefna nafn eins nemanda og kasta til þess garnhnykkli þannig að hann reki sig áfram til nemandans.
Nemandinn heldur í garnið, nefnir nafn annars nemanda og kastar því næst hnykklinum áfram til hans. Þannig rekur garnið sig áfram frá einu barni il annars og myndar stóran köngulóarvef á milli allra.
Þegar garnið er undið upp í hnykil, frá einum nemanda til annars, er hægt að nota tækifærið og láta hvern nemanda t.d. segja nafn á einu blómi, fuglategund eða hverju sem er.
Einnig má tengja garnhnykilinn við sögusmíð, sjá t.d. Sögusmíð með sandpoka.