Um er að ræða myndsköpun með því að úða málningu úr úðabrúsum yfir snævi þakta jörðina.
Yngri börn geta átt erfitt með að vinna með úðabrúsa þar sem taka þarf töluvert fast á brúsunum til aná úða úr þeim.
Um getur veirð að ræða óendanlega mynsturgerð, stórar myndir og smáar, sameiginlegar eða einstaklingsmiðaðar, á afmörkuðu svæði eða meðfram leið.
Aðeins eigið hugmyndaflug er takmarkandi.