Góður grunnur fyrir þennan leik er að nemendur hafi skoðað regnboga eða þekki aðeins til litahringsins. Ef ekki þá er nauðsynlegt að kennarinn hafi með sér litahringinn, hægt er að nota þetta verkefni meðhan til hliðsjónar þó hé sé útfærslan án hans.
Nemendurnir safna laufblöðum á hvítan dúk. Ef væðið er gjöfult af laufi þarf að flokka það eftir tegundum, þ.e. birkilauf, asparlauf o.s.frv.
Ágætt er að börnin vinni í pörum og þeirra verkefni er að raða á spjald eða líma sem flestum litaafbriðgum af sömu lauftegundinni.
Þetta verkefni gefur tilefni til að ræað lífsferli laufblaðsins, frá þvi það er brum og þar til það rotnar.
Gott getur verið að hafa unnið verkefnið - Límt á spjald - áður en þetta verkefni er lagt inn. Þá hafa augu barnanna opnast fyrir litadýrð laufblaðanna og umhverfisins.