Verkefnakista MÚÚ
Litir í bakka
Félagsfærni Læsi Sköpun
Sumar Haust Vetur
Leikskólastig Yngstastig
1 klst.
Hvar sem er
Íslenska Náttúrufræði Náttúra og umhverfi Listgreinar Læsi og samskipti Sköpun og menning
Nemendur finna liti í mhverfinu og safna í bakka.
Þekkja liti, náttúru og umhverfislæsi.
Börnin fá plast eða egjabakka til aða safna sex hlutum í, einum í hvert hólf. Bakkar með sex hólfum eru bestir en með eldri börnum er allt í lagi að nota hefðbundna eggjabakka fyrir 10 eða jafnvel 12 egg.
Í lokið á eggjabakkanum eða í botn plastbakkans er búið að líma pappír af tilteknum lit. Tveir litir eru nægir fyrir yngstu nemendurna og ágætt er að hafa í huga hvaða litir eru finnanlegir í umhverfinu á hverjum tíma. T.d. er mjög erfitt að finna hefðbundinn bláa eða grænan. Nær er að finn fjólubláan eða mosagrænan í náttúrunni.
Þegar börnin hafa fundið sex hluti koma þau til baka að hvíta dúknum og þá er gott að gefa sér góðan tím til að skoða það sme börnin safna í bakkana. 
Egglabakki eða plastbakkar undan skyrdósum.
Myndir sem límdar eru í bont bakkana
Hvítur dúkur.
Hægt er að senda myndir inn Hérna