Börnin fá þau fyrirmæli að sækja eitt stórt og eitt lítið laufblað og koma með þau á hvítan dúk sem lagður er á jörðina.
Þegar öll börnin hafa lagt laufblöðin sín á dúkinn setjast þau ásamt kennaranum hringinn í kring um dúkinn.
Kennarinn spyr þau ýmissa spurninga og hópurinn greinir laufblöðin í sameiningu:
- Hvaða laufblað er stærst?
- Hvaða laufblað er minnst?
- Hverjir eru litirnir á laufblöðunum
- Hversu mörg eru stóru laufblöðin?
- Hversu mörg eru litlu laufblöðin?
- O.s.frv.