Verkefnakista MÚÚ
Metrasnúra
Félagsfærni Sjálfsefling Læsi Sköpun
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
1 klst.
Hvar sem er
Íslenska Stærðfræði Náttúrufræði Náttúra og umhverfi Málrækt Læsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi Sköpun og menning
Börnin mæla umhverfið með snúr sem er 1m.
Læra hugtök úr stærfræði, náttúru- og umhverfislæsi.
Börnin vnna í hópum eða pörum. Hvert par fær band sem er 1m að lengd.
Ágætt er að byrja að kanna hvað í umhverfinu er lengra en 1m eða breiðara en 1m o.s.frv. og láta börnin nota bandið til að meta það.
Því næst er hægt að gefa þeim fyrirmæli um að finna eitthvað sem er minna eða styttra en 1m. Börnin nota áfram bandið til að meta stærð hluta í umhverfinu.
Að lokum er verkefnið að finna eitthvað í umhverfinu sem er akkúrat 1m að lengd, breidd, þvermál o.s.frv.
Þetta er mjög gott verkefni til að vinna með hugtök með eldri börnum. Hvað á ég við þegar ég segi stærri? Eru önnur hugtök sem eiga beur við, t.d. lengri, breiðari, þyngri eða þykkari? O.s.frv.
Yngri börnum nægir að kanna umhverfið með snúrunni. 
Böndsem eru 1m að lengd, t.d. sippubönd.
Hægt er að senda myndir inn Hérna