Útinámsverkefni
Jólaórói/Jólatré
2 – 3 klst.
Föndurveita MÚÚ
Skógartengt útinám er heillandi viðfangsefni og ómissandi þáttur útikennslunnar. Í slíku námi er lögð áhersla á gróður, tré og skóga, vistfræði þessa umhverfis ásamt því dýralífi sem býr og lifir í skógum. Þá gefur skógartengt útinám tækifæri til að nota skógarefni til handverks og föndurvinnu.
Að gefa nemendum þannig tækifæri til að handleika og vinna beint úr náttúrulegum skógarvið gefur okkur tækifæri til að koma nær uppruna efnisins og fá sterka tenginu við umhverfið og afurðir skógarins. Um leið og lært er og leikið í skógi klæddu umhverfi eða á öðrum grónum svæðum fást skemmtileg og þroskandi verkefni með því að nota og smíða úr því efni sem skógurinn gefur.
Efnisveita MÚÚ hefur þann tilgang að hafa á boðstólum skógarefni, trjáboli og greinar í ólíkum sverleikum. Efnið er þurrt eða óþurrkað og kemur frá grisjun á almenningsgörðum og útivistarsvæðum í Reykjavík og styður þannig við sjálfbæra þróun og nýtingu skógarafurða.
Fjölmargar föndurhugmyndir eru aðgengilegar í bókum og af netinu, en til að hvetja kennara og leiðbeinendur til að notfæra sér Efnisveituna eru hér nokkrar hugmyndir að skemmtilegu handverki.
Þar er verkefnunum lýst, efnisnotkun og vinnuferli. Hvaða verkfæri eru notuð og annað sem máli skiptir. Auðvitað eru fjölmargar aðrar hugmyndir til og ekki nauðsynlegt að fara eftir þessum framlögðu ráðleggingum því altaf er hægt að fara margar leiðir að sama marki
Grunnur þessara hugmynda byggist á því framboði og því efni sem Efnisveita MÚÚ vill ætíð hafa tiltækt í Gufunesbæ. Hjá Efnisveitunni er bæði hægt að nálgast efnið alveg óunnið eða fá efnið afhent niður sagað í ákveðnar stærðir, hentugan sverleika og þykktir sem miðast við tiltekin verkefni.

Lýsing
⦁ Jólatrésórói er búinn til með því að binda saman greinastubba í stærðarröð, stysta greinin efst og lengsta neðst. Meðfylgjandi snæri er þrætt í gegnum göt á greinum og hnútum brugðið á snærið undir hverri grein svo þær haldist beinar og í láréttri stöðu. Snærið er því næst bundið saman að ofan og lykkju brugðið á.
⦁ Jólatréð er hægt að festa upp við vegg/hurð/glugga eða í loft svo það njóti sín vel frá báðum hliðum. Jólatréð er hugsað sem sameign frístundaheimilisins og barnanna sem þar dvelja sem frjálst er að búa til fallegt jólaskraut til að skreyta tréð með.
⦁ Trjáskífurnar eru sagaðar niður með geirungssög (kúttari) í 5- 10 mm þykkar sneiðar. Stundum þarf að pússa þær og gera sléttar. Síðan má skreyta með ýmsum hætti og eftir smekk. Allar skífur þarf síðan að gata svo hægt sé að þræða band/snæri og festa það á tréð.
⦁ Tilvalið er að bjóða krökkunum einnig upp á að búa til jólaskraut úr öðrum efnivið og hengja á tréð.

Efniviður
⦁ 7 greinastubbar í mismunandi stærðum sem búið er að gata á endum
⦁ 3 metra snæri
⦁ Trjáskífur með gati fyrir band.
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Tálguhnífar eða útskurðarjárn
⦁ Borvél og borar
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Litir eða málning
Skógartengt útinám.
Yngstastig Miðstig Unglingastig
Vetur
Allstaðar
Jólatrésórói búinn til úr greinastubbum.
Array
Array
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni