Verkefnakista MÚÚ
Páskaungar
Vetur Vor
Yngstastig Miðstig Unglingastig
2 – 3 klst.
Hvar sem er
Náttúra og umhverfi Sjálfbærni og vísindi Sköpun og menning
Páskaungar búnir til úr trjáskífum.
Föndurveita MÚÚ
Skógartengt útinám er heillandi viðfangsefni og ómissandi þáttur útikennslunnar. Í slíku námi er lögð áhersla á gróður, tré og skóga, vistfræði þessa umhverfis ásamt því dýralífi sem býr og lifir í skógum. Þá gefur skógartengt útinám tækifæri til að nota skógarefni til handverks og föndurvinnu.
Að gefa nemendum þannig tækifæri til að handleika og vinna beint úr náttúrulegum skógarvið gefur okkur tækifæri til að koma nær uppruna efnisins og fá sterka tenginu við umhverfið og afurðir skógarins. Um leið og lært er og leikið í skógi klæddu umhverfi eða á öðrum grónum svæðum fást skemmtileg og þroskandi verkefni með því að nota og smíða úr því efni sem skógurinn gefur.
Efnisveita MÚÚ hefur þann tilgang að hafa á boðstólum skógarefni, trjáboli og greinar í ólíkum sverleikum. Efnið er þurrt eða óþurrkað og kemur frá grisjun á almenningsgörðum og útivistarsvæðum í Reykjavík og styður þannig við sjálfbæra þróun og nýtingu skógarafurða.
Fjölmargar föndurhugmyndir eru aðgengilegar í bókum og af netinu, en til að hvetja kennara og leiðbeinendur til að notfæra sér Efnisveituna eru hér nokkrar hugmyndir að skemmtilegu handverki.
Þar er verkefnunum lýst, efnisnotkun og vinnuferli. Hvaða verkfæri eru notuð og annað sem máli skiptir. Auðvitað eru fjölmargar aðrar hugmyndir til og ekki nauðsynlegt að fara eftir þessum framlögðu ráðleggingum því altaf er hægt að fara margar leiðir að sama marki
Grunnur þessara hugmynda byggist á því framboði og því efni sem Efnisveita MÚÚ vill ætíð hafa tiltækt í Gufunesbæ. Hjá Efnisveitunni er bæði hægt að nálgast efnið alveg óunnið eða fá efnið afhent niður sagað í ákveðnar stærðir, hentugan sverleika og þykktir sem miðast við tiltekin verkefni.
Lýsing
⦁ 2 trjáskífur sagaðar til.
⦁ 5 – 8 cm. kringlótt fyrir fótinn
⦁ 6 – 10 cm sporöskjulöguð fyrir hausinn
⦁ Skífurnar pússaðar ef með þarf
⦁ Mjóar sterkar greinar skornar til fyrir fætur
⦁ Hausinn málaður eða skorinn út. Skreyttur með borða.
⦁ Götin boruð fyrir fæturnar á miðjan kringlóttann fótinn
⦁ Í neðri enda á sporöskjulöguð skífunni eru boruð tvö göt.
⦁ Fætunum komið fyrir í fótinn og á „hausinn“

Efniviður
⦁ 2 stk. trjáskífur. Önnur kringlótt og hin sporöskjulöguð.
⦁ 2 mjóar greinar
⦁ Mjóir borðar, „augu og nef“ og málning eða litir
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Tálguhnífar eða útskurðarjárn
⦁ Borvél og borar
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Litir eða málning

Hægt er að senda myndir inn Hérna