Útinámsverkefni
Dvergar
1 - 2 klst.
Lýsing
⦁ Greinarnar sagaðar niður í geirungsög (bútsög) eða með handsög í hæfilegar lengdir. Mikilvægt er að endinn sé í 90° svo jólasveinninn standi vel.
⦁ Skera úr lítilli grein nef eða augu og bora hæfileg göt fyrir það. Eða teikna á hann nef og augu.
⦁ Klippa út skegg og húfu úr flísefninu eða pappírnum
⦁ Líma skeggið og húfuna á dverginn

Efniviður
⦁ 3 – 5 cm sverir greinastubbar. 7 – 15 cm langir.
⦁ Flísefni eða pappi fyrir dvergahúfuna
⦁ Mjó grein eða kvistur fyrir nef eða lítill hnoðri (valkvætt)
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Límbyssa, límtúpa eða lím og penslar
⦁ Borvél og borar
⦁ Skæri
Leikskólastig Yngstastig Miðstig Unglingastig
Sumar Haust Vetur Vor
Dvergar búnir til úr greinum.
Array
Array
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni