Til að skoða umhverfið getur verið gagnlegt að hafa stækkunargler. Ungum börnum reynist hinsvegar erfitt að skoða í gegnum hefðbundin stækkunargler, glerin vilja blotna eða verða skítug og sömuleiðs er börnunum tamt að bera stækkunarglerið upp að augunum í stað þess að beina því að þeim hlut sem á að astækka til að hægt sé að skoða hann beur.
Í stað þess að nota hefðbundin stækkunargler, getur verið sniðugt að leyfa börnunum að búa til sín eigin stækkunargler - þau sjá oft miklu betur í gegnum þau.
Um er að ræða einhverskonar ramma sem þau geta haldið á, án glers.