Útinámsverkefni
Samstæðuspil
30 mín
Að börn læri að þekkja umhverfið og hugtök sem tengjast þeim efnivið sem þar er að finna. 
12 -16 hlutum er safnað á hvíta dúkinn, tveir og tveir skulu vera af sömu gerð, t.d. tveir könglar, tvær grenigreinar, tveir steinar. Skyrdósum er hvolft yfirhlutina.
Hvert barn má því næst snúa við tveimur dósum í senn og á að reyna að finna samstæður undir þeim.
Vegna þess hversu fáar samsstæðurnar eru fær barnið ekki að gera aftur, ef það hefur hitt á samstæðu, heldur fær að geyma samstæðuna þangað til spili er búið. Þá má leggja hlutina aftur á dúkinn, hvolfa dósunum yfir aftur og spila nýjan leik.
Í upphafi getu verið gagnlegt að allir komi sér saman um hvaða hlutir þetta séu, þ.e. hugtök og heiti sem lýsa hlutnum. Þessi hugök þarf svo barnið að endurtaka fyrir þá hluti sem eru undir skyrdósunum tveimur sem það snýr við.
Ágætt er að fara í leikinn: Hvað vantarádúkinn? á undan samstæðuspilinu. 
Leikskólastig Yngstastig
Sumar Haust Vetur Vor
Allstaðar
Samstæðuspil með efnivið úr nærumhverfi.
Array
Array
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni