Verkefnakista MÚÚ
Sex hlutir í bakka
Félagsfærni Læsi Heilbrigði
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
30 - 60 mín
Hvar sem er
Íslenska Stærðfræði Náttúrufræði Hreyfing Náttúra og umhverfi Læsi og samskipti
Börnin safna hlutum úr umhverfinu og setja í bakka
Að þekkja nærumhverfi og læra nöfn á því sem þar er að finna.
Börnin fá plast- eða eggjabakka til að safna sex hlutum í, einum í hvert hólf.
Á botn hvers hólfs er búið að líma mynd af einhverju sem börnin eiga að finnna, t.d. köngull, grein, jafnvel broskarl þar sem börnin geta sett eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt.
Þegar börnin hafa fundið sex hluti koma þau til baka að hvíta dúknum og þá er gott að gefa sér góðan tíma til að skoða það sem börnin safna í bakkana. 
Eggjabakkar eða plastbakkar utan af skyr eða jógúrtdósum.
Myndir sem límdar eruí botn bakkanna
Hvítur dúkur
Hægt er að senda myndir inn Hérna