Börnin fá plast- eða eggjabakka til að safna sex hlutum í, einum í hvert hólf.
Á botn hvers hólfs er búið að líma mynd af einhverju sem börnin eiga að finnna, t.d. köngull, grein, jafnvel broskarl þar sem börnin geta sett eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt.
Þegar börnin hafa fundið sex hluti koma þau til baka að hvíta dúknum og þá er gott að gefa sér góðan tíma til að skoða það sem börnin safna í bakkana.