Hvert og eitt barn fær spjald með límbandi .
Börnin safna á spjaldið sitt ýmsu úr umhverfinu. Þau geta einnig átt að búa til mynd á spjaldið úr einhverju í umhverfinu en það hentar ekki endilega yngstu börnunum.
Að lokum búa börnin til sögu út rá því sem er á spjaldinu þeirra.
Með eldri börnunum má jafvel bæta við orðaspjödum til að tengja við spjödin en þá þarf að hafa meðferðis efnivið til að útbúa spjöld (s.s. ritföng og pappír).