Útinámsverkefni
Sögusmíð með sandpoka
30 mín
Að börnin efla ímyndunaraflið og tjáningu. 
Börnin standa í hring ásamt kennaranum. Kennarinn byrjar á að skálda upphaf sögu, t.d. "Einu sinni var....". Því næst nefnir hann nafn eins barnsins og kastar til þess sandpoka.
Barnið gríur sandpokann og heldur áfram með sögusmíðina. Þegar barnið hefur bætt við nokkrum setningum nefnir það nafn annars barns og kastar því næst sandpokanum áfram til þess. Þannig taka öll börnin þátt í sögusmíðinni.
Sögu er líka hægt að smíða með því að nota garnhnykil til þess að kasta á milli barnanna, sjá verkefnið Köngulóavefur.
Þegar útiverunni er lokið og inn er komið má rifja upp söguna sem til varð ogvinna nánar úr henni, t.d. með mynd og listsköpun, endursögn o.fl.
Úr sögunni má einnig velja einstök orð til að vinna áfram með, t.d. í Finnum orðaspjöldin eða Felum og finnum orð en þá þarf kennarinn að undirbúa orðaspjöld fyrir næstu útiveru. 
Einn sandpoli (10 x10 cm taupoki, fyltur af sandi eða öðru slíku. 
Leikskólastig Yngstastig
Sumar Haust Vetur Vor
Allstaðar
Börnin semja sögu með því að kasta á milli sandpoka
Array
Array
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni