Verkefnakista MÚÚ
Stafrófsdúkur 1 - Finnum á dúkinn 
Félagsfærni Læsi
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
30 - 60 mín
Hvar sem er
Íslenska Náttúrufræði Náttúra og umhverfi Málrækt Læsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi
Börnin finna hluti í umhverfinu sem þau svo tengja við upphafsstaf hlutsins. 
Að læra stafrófið
Verkefnið er gott að vinna með öllum barnahópum í senn.
Kennarinn leggur stafrófsdúk á jörðina og börnin setjast í hring umhverfis.
Gott er að byrja á því að vita hvaða stafi börnin þekkja, e.t.v. hefur þegar verið unnið með tiltekinn staf/tiltekna stafi sem ágætt er þá að byrja á.
Hópurinn rifjar upp bókstafinn og það hljóð sem hann á.
Því næst eiga allir að fara að finna eitthvað í umhverfinu semá þennan tiltekna staf ogleggja ofan á bókstafinn á dúknum. 
Dúkur sem íslenska stafrófið hefur verið skrifað inn á. 
Hægt er að senda myndir inn Hérna