Verkefnið er gott að vinna með öllum barnahópum í senn.
Kennarinn leggur stafrófsdúk á jörðina og börnin setjast í hring umhverfis.
Gott er að byrja á því að vita hvaða stafi börnin þekkja, e.t.v. hefur þegar verið unnið með tiltekinn staf/tiltekna stafi sem ágætt er þá að byrja á.
Hópurinn rifjar upp bókstafinn og það hljóð sem hann á.
Því næst eiga allir að fara að finna eitthvað í umhverfinu semá þennan tiltekna staf ogleggja ofan á bókstafinn á dúknum.