Útinámsverkefni
Bak í bak
20 - 30 mínutur
Að vinna með tungumál stærðfræðinnar.
Að þjálfa ýmis hugtök sem notuð eru til að lýsa fjarlægð eða formum.
Að þjálfa framsögn og hlustun
  • Nemendur vinna í pörum. 
  • Hvert par finnur 4-8 hluti í umhverfinu, tvo hluti af hverri sort. 
  • Nemendur setjast niður þannig að þeir snúa baki hvor í annan.
  • Annar nemendanna raðar hlutunum fyrir framan sig í einhverja mynd og lýsir svo niðurröðuninni fyrir hinum nemandanum. Sá raðar sínum hlutum niður fyrir framan sig í samræmi við lýsinguna. 
  • Þegar báðir telja sig vera búna eru myndirnar bornar saman.
Þegar fyrirmyndinni er lýst er óhjákvæmilegt að nota ýmis hugtök sem þekkt eru í stærðfræðinni,
s.s. fremst, aftast, efst, í miðju, neðst, hægri og vinstri.

Yngstu nemendunum hentar í upphafi að raða eingöngu í lóðrétta línu, 3-5 hlutum, og þjálfa hugtökin nær, næst, fjær, fjærst, í miðju.

Góð hugmynd er að biðja nemendur um að raða hlutunum í eitthvert form, s.s. þríhyrning, ferning, trapisu eða annað og þjálfa þannig skilning þeirra á formunum.

Ýmsir hlutir og fyrirbæri sem finna má í umhverfinu, s.s. steinar, barr, greinar, grös, lauf, jafnvel rusl.
Yngstastig Miðstig
Sumar Haust Vetur Vor
Allstaðar
Barn raðar saman hlutum sem finna má í náttúrunni eftir fyrirmælum annars nemanda.  Barn er hvatt til að nýta ýmis orð til að lýsa fjarlægðum eða formum.
Félagsfærni Læsi Samskipti Stærðfræði Tjáning
Náttúruskóli Reykjavíkur
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni