- Nemendur vinna í pörum.
- Hvert par finnur 4-8 hluti í umhverfinu, tvo hluti af hverri sort.
- Nemendur setjast niður þannig að þeir snúa baki hvor í annan.
- Annar nemendanna raðar hlutunum fyrir framan sig í einhverja mynd og lýsir svo niðurröðuninni fyrir hinum nemandanum. Sá raðar sínum hlutum niður fyrir framan sig í samræmi við lýsinguna.
- Þegar báðir telja sig vera búna eru myndirnar bornar saman.
Þegar fyrirmyndinni er lýst er óhjákvæmilegt að nota ýmis hugtök sem þekkt eru í stærðfræðinni,
s.s. fremst, aftast, efst, í miðju, neðst, hægri og vinstri.
Yngstu nemendunum hentar í upphafi að raða eingöngu í lóðrétta línu, 3-5 hlutum, og þjálfa hugtökin nær, næst, fjær, fjærst, í miðju.
Góð hugmynd er að biðja nemendur um að raða hlutunum í eitthvert form, s.s. þríhyrning, ferning, trapisu eða annað og þjálfa þannig skilning þeirra á formunum.