Útinámsverkefni
Stafrófsdúkur 2 - Safnað í poka
30 - 60 mín
Að börnin læri heiti á hlutum í nærumhverfi og stafrófið. 
Börnin vinna tvö og tvö saman og hvert par fær í upphafi taupoka til að safna ýmsu áhugaverðuí úr náttúrunni. Taupokar eru betri en plastpokar þar sem þeir hylja betur það sem í þeim er. Gott er að gefa börnunum fyrirmæli um hversu mörgum hlutum þau mega safna í pokann.
Því næst safnast öll börnin ásamt kennara saman umhverfis stafrófsdúkinn sem lagður hefur verið á jörðina.
Eitt par byrjar á því að velja einn hlut úr sínum poka til að leggja á dúkinn. Börnin ræða hvað það er sem parið hefur dregið upp úr poknaum og æfa sig í að greina áhvaða staf - á hvaða hljóði - heiti hlutarins byrjar. Börnin leggja svo hlutinn á þann bókstaf sem á þetta tiltekna hljóð ogþá getur næsta par valið hlut úr sínum poka og þannig koll af kolli. 
Dúkur sem ísenska starfófið hefur verið skrifað inn á og taupokar. 
Leikskólastig Yngstastig
Sumar Haust Vetur Vor
Allstaðar
Börnin finna hluti í nærumhverfi sem og tengja heiti þeirra við réttan bókstaf á stafrófsdúk. 
Array
Array
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni