Verkefnakista MÚÚ
Stutt og löng grein 
Sjálfsefling Læsi
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig
30 - 60 mín
Hvar sem er
Íslenska Stærðfræði Náttúra og umhverfi Heimilisfræði Læsi og samskipti
Börnin leggja greinar í mismunandi form og röð og telja og ræða. 
Að börn skilji grunn hugtök í stærfræði og auka málskilning. 
Börnin fá þau fyrirmæli að sækja eina stutta og eina langa grein og koma með þær áh víta dúkinn sem lagður er á jörðina.
Þegar öll börnin hafa lagt greinarnar sínar á dúkinn setjast þau ásamt kennaranum hringinn í kringum um dúkinn.
Kennarinn spyr þau ýmissa spurninga og hópurinn skoðar greinarnar í sameiningu:
Hvaða grein er lengst? Hvað grein er styst?
Hversu margar eru stuttu greinarnar? En þær löngu?
o.s.frv.
Einnig er hægt að raða greinunum upp á marga vegu, mynda form, stafi o.fl. (Sjá Spýtur á spjaldi.) 
Dúkur til að leggja á jörðina undir greinarnar. 
Hægt er að senda myndir inn Hérna