Verkefnakista MÚÚ
Talnadúkur
Félagsfærni Læsi
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
30 - 60 mín
Hvar sem er
Íslenska Stærðfræði Náttúra og umhverfi Málrækt Læsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi
Börnin tína steina og leggja á dúk með tölustöfum.
Að börn læri að telja og grunnur að stærfræði. 
Þennan leik er gott að vinna með litlum hópi barna í senn.
Hvert barn safnar fimm steinum, þeir mega vera af ýmsum stærðum, það skiptir ekki máli.
Þegar hópurinn kemur saman kring um talnadúkinn felst verkefnið í því að börnin hjálpast að við að raða öllum steinunum sem þau hafa safnað saman á dúkinn.
FJöldi steinanna í "hólfi" þarf þó að vera í samræmi við tölugildið sem þar er.
Hægt er að gera leikinn léttari með því að hafa mynd af teningi í hverju hólfi, sérstaklega ef börnin kunna að telja en þekkja ekki endilega tölustafina.
Í þessum leik reynir mikið á samvinnu barnanna um að koma steinunum fyrir. 
Dúkur sem tölurnar 1 - 9 hafa verið skrifaðar á.
Þó hér sé steinum safnað saman má auðvitað nota annan efnivið úr umhverfinu, s.s. köngla eða skeljar. 
Hægt er að senda myndir inn Hérna