Þennan leik er gott að vinna með litlum hópi barna í senn.
Hvert barn safnar fimm steinum, þeir mega vera af ýmsum stærðum, það skiptir ekki máli.
Þegar hópurinn kemur saman kring um talnadúkinn felst verkefnið í því að börnin hjálpast að við að raða öllum steinunum sem þau hafa safnað saman á dúkinn.
FJöldi steinanna í "hólfi" þarf þó að vera í samræmi við tölugildið sem þar er.
Hægt er að gera leikinn léttari með því að hafa mynd af teningi í hverju hólfi, sérstaklega ef börnin kunna að telja en þekkja ekki endilega tölustafina.
Í þessum leik reynir mikið á samvinnu barnanna um að koma steinunum fyrir.