Verkefnakista MÚÚ
Teningaspil
Félagsfærni Læsi Heilbrigði
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
30 - 60 mín

Hvar sem er
Íslenska Stærðfræði Náttúrufræði Hreyfing Lífsleikni Náttúra og umhverfi Íþróttir og hreyfing Málrækt Læsi og samskipti Heilbrigði og vellíðan
Börnin kasta tening og finna falinn hlut í umhverfi og merkja við á blaði.
Grunn atriði í stærfræði, telja og umhverfislæsi og samvinna.
Í þessum leik eiga börnin að finna upplýsingar, ( t.d. tiltekin dýr eða hlut) sem komið hefur veirð fyrir í umhverfinu. Við hvert dýr er einnig mynd af tiltekinni tölu á teningi.
Börnin vinna í hópum eða pörum. Þau byrja á að kasta teningi hjá leikskólakennaranum. Eftir því hvaða tala kemur upp eiga þau að fara á tiltekna staði sem merktir eru með samsvarandi tölu.
Á þeim stað hefur verið komið fyrir hlut (t.d. plastdýri) eða einhverju merki sem þau skrá hjá sér á þar til gert blað.
Þau fara aftur og aftur til kennarans til að kasta teningnum þar til þau hafa komist á alla sex staðina og náð í upplýsingar á þeim öllum.

Teningur/eningar, skráningarblað (ef vill) og hlutir sem eru faldir á sex stöðum. 
Hægt er að senda myndir inn Hérna