Hægt er að gera þetta verkefni með öllum hópnum í senn, einkum ef unnið er með yngri börnum, en ef um eldri börn er að ræða getur verið gott að skipta þeim í 3 - 4 barna hópa.
Verkefnið felst í því að búa til tröll úr þeim efniviði sem er fyrir hendi á hverjum stað. Gæta þarf þess að gang vel um náttúruna og brýna t.d. fyrir börnum að taka aðeins það sem er laust og velta ekki við steinum sem eru fasti í jörð.