Verkefnakista MÚÚ
Tröllasmíð
Félagsfærni Læsi Sköpun
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
1 klst.
Hvar sem er
Íslenska Náttúrufræði Hreyfing Lífsleikni Náttúra og umhverfi Listgreinar Læsi og samskipti Heilbrigði og vellíðan Sjálfbærni og vísindi Sköpun og menning
Börnin búa til tröll úr hlutum sem finnast í nærumhverfi.
Að börnin finni lausan efnivið í nærumhverfi og skapi tröll eða skúlptúra úr því sem þau finna á staðnum. Efla umhverfislæsi og samvinnu, listsköpun og ímyndunarafl. 
Hægt er að gera þetta verkefni með öllum hópnum í senn, einkum ef unnið er með yngri börnum, en ef um eldri börn er að ræða getur verið gott að skipta þeim í 3 - 4 barna hópa.
Verkefnið felst í því að búa til tröll úr þeim efniviði sem er fyrir hendi á hverjum stað. Gæta þarf þess að gang vel um náttúruna og brýna t.d. fyrir börnum að taka aðeins það sem er laust og velta ekki við steinum sem eru fasti í jörð. 
Aðeins er notast við efnivið á staðnum en gagnlegt getur verið að hræra hveitilím og taka með til að festa lauf o.þ.h. á tröllin. 
Hægt er að senda myndir inn Hérna