Verkefnakista MÚÚ
Þæfir könglar
Félagsfærni Læsi Sköpun
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig
1 - 2 klst.
Skólalóð/garður Skógur
Hreyfing Náttúra og umhverfi Læsi og samskipti Listgreinar Sköpun og menning Heilbrigði og vellíðan
Börnin þæfa ull utanum köngla sem finnast í nærumhverfi.
Að lesa nærumhverfi, sköpun og listgreinar.
Börnin byrja á því að safna könglum saman eða finna sér köngul hvert og eitt.
Verkefnið gengurút á að þæfa ull utan um köngulinn til að geta notað hann í margskonar föndur. t.d. jólaskraut.
Hvert barn fær ull sem vafin er utan um köngulinn. Sápu úðað á köngulinn og bleytt vel í og því næst er könglinum stungið ofan í plastpoka sem bundið er fyrir.
Barnið hnoðar svo köngulinn vel og lengi innan í plastpokanum þar til ullin hefur þæfst utan um hann.
Könglar, ull (ullarkembur ekki garn), sápuvatn í úðabrúsa og plastpokar.
Hægt er að senda myndir inn Hérna