Verkefnakista MÚÚ
Spýtur á spjadi
Grunndvallarþættir menntastefnu Reykjarvikur:
FélagsfærniSjálfseflinguLæsiSköpun og heilbrigði
Árstími:
SumarHaustVeturVor
Aldur:
LeikskólastigYngstastigMiðstigUnglingastig
Timi:
30 - 60 mín
Staðsetning:
Hvar sem erSkólalóð/garðurSkógurFjaraVið eldstæði
Vidfangsefni:
ÍslenskaStærðfræðiMálræktListgreinarLæsi og samskipti Sköpun og menning
Stutt lýsing:
Börnin nota spýtur til að skapa form og raðir 
Meginmarkmið:
Að börn þekki grunn form í stærfræði og sköpun 
Framkvæmd:
  • Börnin safna tíu spýtum/greinum hvert og eitt. Gott er að kennarinn hafi spýtu af æskilegri lengd þegar hann gefur börnunum fyrirmælin. Yngstu börnin geta safnað greinum í sameiningu á hvíta dúkinn og kennarinn deilt þeim svo á börnin. 
  • Hvert barn fær pappaspjald sem það raðar greinum á. 
  • Hægt er að leyfa börnunum að raða frjálst á spjöldin en eldri börnin geta raðað eftir fyrirmælum, t.d. svona: 
  1. Öll sitja í hring.
  2. Kennarinn nefnir eitthvað sem allir eiga að raða spýtunum í, s.s. frá þeirri stystu til hennar lengstu, í þríhyrning, í tiltekinn tölu- eða bókstaf eða mynd. 
  3. Börnin raða hvert og eitt á sitt spjald. skv. fyrirmælum kennarans. 
  4. Þegar allir hafa lokið því, fær barn að gefa fyrirmæli um hvað á að raða næst og þannig koll af kolli.
Áhöld-efni:
Tíu spýtur á hvert barn. Stundum getur átt við að láta börnin vinna í pörum, þá eru það tíu spýtur á hvert par. 
Spýturnar eiga gjarnan að vera 5 - 25 cm langar. 
Ekki mikið styttri og helst ekki mikið lengri.
Pappaspjald til að raða spýtunum á, 15 x 15 cm á kant. 
Myndar Safn:

Hægt er að Senda inn Myndir til sýnis á verkefni

Myndir birtast á verkefni eftir að starfsmaður hefur samþykkt þær

Dagsetning
2021-29-04
Höfundur
Prizma
Netfang
muu@reykjavik.is