Verkefnakista MÚÚ
Talnadúkur
Grunndvallarþættir menntastefnu Reykjarvikur:
FélagsfærniSjálfseflinguLæsiSköpun og heilbrigði
Árstími:
SumarHaustVeturVor
Aldur:
LeikskólastigYngstastigMiðstigUnglingastig
Timi:
30 - 60 mín 
Staðsetning:
Hvar sem erSkólalóð/garðurSkógurFjaraVið eldstæði
Vidfangsefni:
ÍslenskaStærðfræðiNáttúra og umhverfiMálræktLæsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi
Stutt lýsing:
Börnin tína steina og leggja á dúk með tölustöfum. 
Meginmarkmið:
Að börn læri að telja og grunnur að stærfræði. 
Framkvæmd:
  • Þennan leik er gott að vinna með litlum hópi barna í senn. 
  • Hvert barn safnar fimm steinum, þeir mega vera af ýmsum stærðum, það skiptir ekki máli. 
  • Þegar hópurinn kemur saman kring um talnadúkinn felst verkefnið í því að börnin hjálpast að við að raða öllum steinunum sem þau hafa safnað saman á dúkinn. 
  • FJöldi steinanna í "hólfi" þarf þó að vera í samræmi við tölugildið sem þar er. 
  • Hægt er að gera leikinn léttari með því að hafa mynd af teningi í hverju hólfi, sérstaklega ef börnin kunna að telja en þekkja ekki endilega tölustafina. 
  • Í þessum leik reynir mikið á samvinnu barnanna um að koma steinunum fyrir. 
Áhöld-efni:
Dúkur sem tölurnar 1 - 9 hafa verið skrifaðar á. 
Þó hér sé steinum safnað saman má auðvitað nota annan efnivið úr umhverfinu, s.s. köngla eða skeljar. 
Myndar Safn:

Hægt er að Senda inn Myndir til sýnis á verkefni

Myndir birtast á verkefni eftir að starfsmaður hefur samþykkt þær

Dagsetning
2021-29-04
Höfundur
Prizma
Netfang
muu@reykjavik.is