Verkefnakista MÚÚ
Bak í bak
Grunndvallarþættir menntastefnu Reykjarvikur:
FélagsfærniSjálfseflinguLæsiSköpun og heilbrigði
Árstími:
SumarHaustVeturVor
Aldur:
LeikskólastigYngstastigMiðstigUnglingastig
Timi:
1/2 kennslustund
Staðsetning:
Hvar sem erSkólalóð/garðurSkógurFjaraVið eldstæði
Vidfangsefni:
ÍslenskaStærðfræðiNáttúrufræðiNáttúra og umhverfiMálræktLæsi og samskipti
Stutt lýsing:
Nemandi raðar saman mynd úr hlutum í náttúrunni eftir fyrirmælum annars nemanda.
Meginmarkmið:
Að vinna með tungumál stærðfræðinnar.
Framkvæmd:
Nemendur vinna í pörum. Hvert par finnur 4-8 hluti í umhverfinu, tvo hluti af hverri sort. Nemendur setjast niður þannig að þeir snúa baki hvor í annan. Annar nemendanna raðar hlutunum fyrir framan sig í einhverja mynd og lýsir svo niðurröðuninni fyrir hinum nemandanum. Sá raðar sínum hlutum niður fyrir framan sig í samræmi við lýsinguna. Þegar báðir telja sig vera búna eru myndirnar bornar saman.

Þegar fyrirmyndinni er lýst er óhjákvæmilegt að nota ýmis hugtök sem þekkt eru í stærðfræðinni,
s.s. fremst, aftast, efst, í miðju, neðst, hægri og vinstri.

Yngstu nemendunum hentar í upphafi að raða eingöngu í lóðrétta línu, 3-5 hlutum, og þjálfa hugtökin nær, næst, fjær, fjærst, í miðju.

Góð hugmynd er að biðja nemendur um að raða hlutunum í eitthvert form, s.s. þríhyrning, ferning, trapisu eða annað og þjálfa þannig skilning þeirra á formunum.

Áhöld-efni:
Ýmsir hlutir og fyrirbæri sem finna má í umhverfinu, s.s. steinar, barr, greinar, grös, lauf, jafnvel rusl.
Undirbúningur barns:
  
Úrvinnsla og ígrundun:
  
ítarefni:
  
Myndar Safn:

Hægt er að Senda inn Myndir til sýnis á verkefni

Myndir birtast á verkefni eftir að starfsmaður hefur samþykkt þær

Dagsetning
2020-07-12
Höfundur
Náttúrskóli Reykjavíkur
Netfang
muu@reykjavik.is