Verkefnakista MÚÚ
Haiku
Grunndvallarþættir menntastefnu Reykjarvikur:
FélagsfærniSjálfseflinguLæsiSköpun og heilbrigði
Árstími:
SumarHaustVeturVor
Aldur:
LeikskólastigYngstastigMiðstigUnglingastig
Timi:
2 kennslustundir.
Staðsetning:
Hvar sem erSkólalóð/garðurSkógurFjaraVið eldstæði
Vidfangsefni:
ÍslenskaNáttúrufræðiNáttúra og umhverfiMálræktListgreinarLæsi og samskipti Sköpun og menning
Stutt lýsing:
Nemendur sækja innblástur til náttúrunnar við haiku ljóðagerðar.
Tenging við námsefni:
  
Meginmarkmið:
Kynning á japanska ljóðforminu Haiku
Framkvæmd:
Kveikja: 
Kennarinn kynnir nemendur fyrir japanska ljóðforminu haiku.
Hækur eða Haiku er japanskt ljóðform þar sem ljóðin fjalla oft um náttúruna og innihalda orð (kigo) sem vísa til árstíðar í ljóðinu (sbr. Flýgur suður=Haust, farfuglarnir fara suður á haustin).

5 atkv. Horfandi á þig
7 atkv. Flýgur ungur svanurinn
5 atkv. Suður á bóginn

Ljóðin innihalda þrjár ljóðlínur og þurfa ekki að hafa rím. Hver ljóðlína hefur ákveðinn fjölda atkvæða. Fyrsta ljóðlínan hefur 5 atkvæði, önnur ljóðlínan 7 og sú þriðja 5 atkvæði. Ljóðin lýsa oft einhverjum atburðum sem við getum séð fyrir okkur, hlustað og upplifað með lestri ljóðsins. Í fyrstu tveimur ljóðlínunum er aðstæðum lýst en í þriðju ljóðlínu verður oft einhverskonar uppgötvun, sem skýrir aðstæðurnar.

Haikur eru lesnar hægt til að maður geti gert sér þær í hugarlund og upplifað

Á vettvangi: 
Nemendur dreifa sér um svæðið og sækjast eftir innblæstri. Þeir fá 30 mínútur til að semja ljóðin.

Áhöld-efni:
Nemendur standa upp og lesa ljóðin fyrir bekkjarfélaga sína. Kennari metur nemendur jafnóðum. Tilvalið er að kveikja varðeld á eldstæðinu í útikennslustofunni og hafa framsögnina þar.
Undirbúningur leiðbeinanda:
Kennarinn kynnir nemendur fyrir japanska ljóðforminu haiku.
Hækur eða Haiku er japanskt ljóðform þar sem ljóðin fjalla oft um náttúruna og innihalda orð (kigo) sem vísa til árstíðar í ljóðinu (sbr. Flýgur suður=Haust, farfuglarnir fara suður á haustin).
Undirbúningur barns:
   
Úrvinnsla og ígrundun:
Nemendur standa upp og lesa ljóðin fyrir bekkjarfélaga sína. Kennari metur nemendur jafnóðum. Tilvalið er að kveikja varðeld á eldstæðinu í útikennslustofunni og hafa framsögnina þar.

Góð venja er að skrá í vísindabók það sem gert er á vettvangi, þ.m.t. ljóðið. Þannig er hægt að taka gögn af vettvangi með inn að útikennslunni lokinni og nemendur geta unnið frekar úr þeim upplýsingum sem þeir öfluðu sér utandyra.

ítarefni:
   
Myndar Safn:

Hægt er að Senda inn Myndir til sýnis á verkefni

Myndir birtast á verkefni eftir að starfsmaður hefur samþykkt þær

Dagsetning
2020-07-12
Höfundur
Náttúrskóli Reykjavíkur
Netfang
muu@reykjavik.is