Verkefnakista MÚÚ
Heill haugur af smádýrum
Grunndvallarþættir menntastefnu Reykjarvikur:
FélagsfærniSjálfseflinguLæsiSköpun og heilbrigði
Árstími:
SumarHaustVeturVor
Aldur:
LeikskólastigYngstastigMiðstigUnglingastig
Timi:
2 kennslustundir.
Staðsetning:
Hvar sem erSkólalóð/garðurSkógurFjaraVið eldstæði
Vidfangsefni:
NáttúrufræðiLífsleikniNáttúra og umhverfiMálræktLæsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi
Stutt lýsing:
Nemendur skoða smádýr í smádýrahaug og reyna að greina þau með hjálp
greiningalykils.
Tenging við námsefni:
  
Meginmarkmið:
Smádýr í íslenskri náttúru
Framkvæmd:
Kveikja: 
Kennari gengur með nemendum að smádýrahaug, veltir steini við og sýni nemendum hver fjölbreytilegt líf er þar í felum. Mælt er með því að kennari ræði við nemendur um mikilvægi þess að ganga um með virðingu því að haugurinn er búsvæði lifandi vera. Brýna þarf fyrir nemendum að fara varlega ef handfjatla á smádýrin.
Á vettvangi:
Gott er að hafa nemendur tvo og tvo í hóp. Hver hópur velur sér eitt smádýr (hópar mega velja sama dýrið). Kennari breiðir út greiningarlykilsdúkinn og nemendur eiga að greina smádýrið sitt út frá honum. Ágætt er að kennarinn velji eitt smádýr og útskýri notkun lykilsins. Þetta má svo endurtaka.
Áhöld-efni:
Upplýsingabæklingur, greiningalykill 
Undirbúningur leiðbeinanda:
Kennari gengur með nemendum að smádýrahaug, veltir steini við og sýni nemendum hver fjölbreytilegt líf er þar í felum. Mælt er með því að kennari ræði við nemendur um mikilvægi þess að ganga um með virðingu því að haugurinn er búsvæði lifandi vera. Brýna þarf fyrir nemendum að fara varlega ef handfjatla á smádýrin.
Undirbúningur barns:
   
Úrvinnsla og ígrundun:
Kennari sest niður með nemendum og hver hópur segir frá sínu dýri, hvað var einkennandi og hvort nemendur hafi þekki dýrið áður.
Ef vinna á nánar með smádýrin er mælt með því að kennari skrái hjá sér eitt dýr sem hver hópur var með. Með því móti er hægt að vinna áframhaldandi vinnu í skólanum. Nemendur geta þá t.d. skrifað sögu um dýrið sitt, nefnt það og reynt að setja sig í spor þess.
ítarefni:
     
Myndar Safn:

Hægt er að Senda inn Myndir til sýnis á verkefni

Myndir birtast á verkefni eftir að starfsmaður hefur samþykkt þær

Dagsetning
2020-07-12
Höfundur
Náttúrskóli Reykjavíkur
Netfang
muu@reykjavik.is