Verkefnakista MÚÚ
Óvenju fagur rammi
Grunndvallarþættir menntastefnu Reykjarvikur:
FélagsfærniSjálfseflinguLæsiSköpun og heilbrigði
Árstími:
SumarHaustVeturVor
Aldur:
LeikskólastigYngstastigMiðstigUnglingastig
Timi:
2 kennslustundir.
Staðsetning:
Hvar sem erSkólalóð/garðurSkógurFjaraVið eldstæði
Vidfangsefni:
ÍslenskaStærðfræðiNáttúrufræðiNáttúra og umhverfiErlend tungumálMálræktLæsi og samskipti
Stutt lýsing:
Nemendur koma með ramma á svæðið og leggja hann á einhvert tiltekið svæði sem þeir velja sér. Nemandi finnur ákveðin orð innan rammans og skrifar þau á rammann.
Tenging við námsefni:
   
Meginmarkmið:
Að skoða afmarkað umhverfi með tilliti til orðflokka.
Framkvæmd:
Kveikja: 
Nemendur þurfa að þekkja orðflokkagreiningu. Tilvalið er að fara í einn lýsingarorðsleik í upphafi til að minna nemendur á lýsingarorðin.
Á vettvangi: 
Á svæðinu ráða nemendur hvar þeir eru þegar þeir leggja rammann sinn niður. Nemendur virða fyrir sér það sem er innan rammans og eiga að skrifa eins mörg lýsingarorð á rammann og þeim finnst eiga við.
Þegar ramminn hefur verið staðsettur má nemandinn ekki færa hann fyrr en verkefninu er lokið. Einnig má skrá lýsingarorðin í vísindabók og þannig aflar nemandinn gagna til að taka með í skólann og vinna með nánar, t.d. með því að stigbreyta þau lýsingarorð sem hann skráði utandyra.
Áhöld-efni:
Upplýsingabæklingur, skriffæri, papparammar, 1 á hvern nemenda t.d. klippt innan úr A4 eða A5 blaði/kartoni. Minni rammi er nemendum meiri áskorun. Tilvalið er að nota endurunninn pappa eins og morgunkornsumbúðir.
Undirbúningur leiðbeinanda:
Nemendur þurfa að þekkja orðflokkagreiningu. Tilvalið er að fara í einn lýsingarorðsleik í upphafi til að minna nemendur á lýsingarorðin.
Úrvinnsla og ígrundun:
Við lok dags er tilvalið að setjast niður við eldstæðið og hver les af sínum ramma og lýsir því sem fyrir augu bar.
Þennan leik má útfæra á ýmsan máta, þá t.d. með nafnorðum, sagnorðum og samsettum orðum. Þessi leikur hentar einnig vel í kennslu erlendra tungumála.
ítarefni:
    
Myndar Safn:

Hægt er að Senda inn Myndir til sýnis á verkefni

Myndir birtast á verkefni eftir að starfsmaður hefur samþykkt þær

Dagsetning
2020-14-12
Höfundur
Náttúrskóli Reykjavíkur
Netfang
muu@reykjavik.is