Verkefnakista MÚÚ
Skógareldhús - pylsur
Grunndvallarþættir menntastefnu Reykjarvikur:
FélagsfærniSjálfseflinguLæsiSköpun og heilbrigði
Árstími:
SumarHaustVeturVor
Aldur:
LeikskólastigYngstastigMiðstigUnglingastig
Timi:
2 kennslustundir.
Staðsetning:
Hvar sem erSkólalóð/garðurSkógurFjaraVið eldstæði
Vidfangsefni:
NáttúrufræðiLífsleikniNáttúra og umhverfiHeimilisfræðiHeilbrigði og vellíðanSjálfbærni og vísindiSköpun og menning
Stutt lýsing:
Nemendur grilla pylsubita á pinnum yfir litlum opnum eldi.
Tenging við námsefni:
     
Meginmarkmið:
Matreiðsla úti í náttúrunni.
Framkvæmd:
Kennari sér um tendrun elds. Mikilvægt er að ræða við nemendur um varkára umgengni við eld. Gott er að skipta nemendum í hópa og kemur hver t.d. 4 manna hópur í einu til kennarans og fær eina pylsu á mann. Nemendur brytja pylsuna í bita og færa upp á spjótið. Þegar allir eru komnir með sitt spjót setjast allir á bekkina í kring um eldinn og nemendur sem sitja á sama bekk grilla pylsurnar. Svo gengur það koll af kolli.
Áhöld-efni:
Pylsur, birkigreinar (eða grillspjót sem hafa legið í vatni yfir nótt), matarhnífar, skurðarbretti, vettlingar.
Undirbúningur leiðbeinanda:
Kennari spyr nemendur hvort þeir hafi séð mat eldaðan úti í náttúrunni. Nemendur eru vísir til að hafa séð mat grillaðan. Kennari ræðir við nemendur um eldun úti í náttúrunni. Bæði er hægt að finna ýmislegt ætilegt í náttúrunni eins og t.d. plöntur og ber á haustin.
Undirbúningur barns:
   
Úrvinnsla og ígrundun:
Eftir að nemendur hafa matast er tilvalið að ræða við þá um hvernig maðurinn geti lifað af úti í náttúrunni, fjarri eldavélum og heimilistækjum.
ítarefni:
    
Myndar Safn:

Hægt er að Senda inn Myndir til sýnis á verkefni

Myndir birtast á verkefni eftir að starfsmaður hefur samþykkt þær

Dagsetning
2020-14-12
Höfundur
Náttúrskóli Reykjavíkur
Netfang
muu@reykjavik.is