Verkefnakista MÚÚ
Stafrófið í skóginum
Grunndvallarþættir menntastefnu Reykjarvikur:
FélagsfærniSjálfseflinguLæsiSköpun og heilbrigði
Árstími:
SumarHaustVeturVor
Aldur:
LeikskólastigYngstastigMiðstigUnglingastig
Timi:
2 kennslustundir á vettvangi.
Staðsetning:
Hvar sem erSkólalóð/garðurSkógurFjaraVið eldstæði
Vidfangsefni:
ÍslenskaNáttúrufræðiNáttúra og umhverfiErlend tungumálMálræktLæsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi
Stutt lýsing:
Nemendur finna hluti í skóginum byrja á ákveðnum bókstaf. Auk þess að æfa nemendur í stafrófinu eykur verkefniðmeðvitund nemenda fyrir því sem til staðar er í umhverfinu.
Tenging við námsefni:
   
Meginmarkmið:
Stafrófið og umhverfið.
Framkvæmd:
Kennari segir nemendum að nú eigi að fara í stafrófsleikinn stafrófið í skóginum. 
Mælt er með því að kennari hafi flautu við höndina og tilkynni nemendum að þegar flautað er í flautuna eigi allir að koma til kennarans.
Kennari segir einn bókstaf og nemendur eiga að finna hlut í umhverfinu sem byrjar á tilteknum bókstaf. Nemendur mega koma með hlutinn á staðinn ef hann er laus frá jörðu, annars koma þeir til baka og segja frá hlutnum. Mikilvægt er að brýna fyrir nemendum að skila hlutnum til baka á sinn stað í lok dags.
Mælt er með því að gefa nemendum ½ mínútu til leitar fyrir hvern bókstaf. 
Til að auka fjölbreytni leiksins má láta nemendur koma með hluti sem hafa bókstafinn inni í miðju nafni. Sbr. A fyrir barrnál.
Áhöld-efni:
Upplýsingabæklingur, viskastykki, flauta.
Undirbúningur leiðbeinanda:
Á vettvangi: 
Kennari finnur 3-4 hluti sem eru einkennandi fyrir svæðið: Barrnál, köngul, trjágrein, stein, ákveðna gerð af plöntu o.s.frv. Hlutirnir eru lagðir á viskastykkið og kennari spyr nemendur hvort að þeir þekki þessa hluti. Nemendur skoða hlutina og geta sér til. Kennari spyr nemendur hvort þeir þekki staf hlutarins. Nemendur geta sér til þ.e. B fyrir barrnál, K fyrir köngul o.s.frv.
Undirbúningur barns:
     
Úrvinnsla og ígrundun:
Í lok getur kennari spurt nemendur hvað þeim finnist einkennandi fyrir svæðið t.d:
Hvaða hlutir eru áberandi á svæðinu? Hvaða hlutir eru í minnihluta?
Fyrir hvaða stafi var auðveldast að finna hluti? Af hverju ætli það sé?
Nemendur geta einnig skráð í vísindabók bókstafi og orð sem unnið er með utandyra og þannig tekið með gögn í skólann til frekari úrvinnslu.
ítarefni:
      
Myndar Safn:

Hægt er að Senda inn Myndir til sýnis á verkefni

Myndir birtast á verkefni eftir að starfsmaður hefur samþykkt þær

Dagsetning
2020-14-12
Höfundur
Náttúrskóli Reykjavíkur
Netfang
muu@reykjavik.is