Verkefnakista MÚÚ
Felum og finnum 4 - Egg egg egg
Grunndvallarþættir menntastefnu Reykjarvikur:
FélagsfærniSjálfseflinguLæsiSköpun og heilbrigði
Árstími:
SumarHaustVeturVor
Aldur:
LeikskólastigYngstastigMiðstigUnglingastig
Timi:
1 klst
Staðsetning:
Hvar sem erSkólalóð/garðurSkógurFjaraVið eldstæði
Vidfangsefni:
ÍslenskaMálræktLæsi og samskipti Heilbrigði og vellíðanSjálfbærni og vísindi
Stutt lýsing:
Finna egg og telja
Meginmarkmið:
Markmið er samvinna, heilbrigði og sjálfbærni 
Framkvæmd:
  • Kennarinnn, eða tvö til þrjú börn í sameiningu, fela plastegg sem hópurinn hefur tekið með sér úr leikskólanum/skólanum.
  • Kennarinn gefur börnunum fyrirmæli um að safna saman eggjunum og leggja þau á hvíta dúkinn. Ef eggin eru nógu mörg má óska eftir því að hvert barn finni tvö eða þrjú egg.
  • Hægt er að leggja eggin á töluspjöld líkt og gert er í felum og finnum 1 - fjársjóðsleit.
  • Hægt er að leika með eggin á fjölbreyttan hátt, t.d. leyfa börnunum að búa til hreiður og leggja egg í þau. Einnig er hægt að leita að slíkum hreiðrum líkt og leitað er að eggjunum í þessum leik. 
Áhöld-efni:
Plastegg og Hvítur dúkur.
Myndar Safn:

Hægt er að Senda inn Myndir til sýnis á verkefni

Myndir birtast á verkefni eftir að starfsmaður hefur samþykkt þær

Dagsetning
2021-04-03
Höfundur
MÚÚ - Miðstöð útivistar og útináms
Netfang
muu@reykjavik.is