Verkefnakistur

Útikennsla krefst hugmyndaríkis og góðs undirbúnings og mýmörg verkefni hafa verið búin til og framkvæmd með góðum árángri. Mikill tímasparnaður er fólginn í því að þurfa ekki alltaf að vera að finna upp hjólið þegar kemur að verkefnagerð.

Hér gefur að líta nokkrar verkefnakistur sem settar hafa verið saman svo kennarar og leiðbeinendur geti nálgast gott útinámsefni, fengið hugmyndir og deilt vel heppnuðum verkefnum með öðrum áhugasömum starfsmönnumum um útikennslu.

VERKEFNAKISTA MÚÚ

Verkefnakista MÚÚ hefur að geyma fjölda útiverkefna í fjölmörgum námsgreinum fyrir öll námstig sem skóla-og frístundasvið Reykjavíkur hefur safnað saman frá ýmsum stöðum og stofnunum. Öll vel heppnuð verkefni eru  vel þegin hér inn.

MENNTASTEFNA REYKJAVÍKUR

Verkefnakista Menntastefnu Reykjavíkurborgar er safn þverfaglegra verkfæra í formi fræðigreina, myndbanda og verkefnasafna sem hefur það að markmiði að leggja grunn að framsæknu skóla- og frístundastarfi. Efni í ýmsu formi um útinám er þegar komið.

SKÓLAR Á GRÆNNI GREIN

Verkefnakista Skóla á grænni grein – Grænfánaskóla (Landverndar) hefur að geyma fjölda verkefna sem kennarar í Grænfánaverkefninu hafa hlaðið inn. Þú getur valið verkefni m.t.t. þema, skólastigs, staðsetningar, árstíðar eða grunnþáttar úr aðalnámskrá.