ÚT VIL EK - HÍ/MÚÚ örnámskeið
Út vil ek – HÍ/MÚÚ örnámskeiðin eru opin nemendum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands sem eru skráðir í tómstunda- og félagsmálafræði og íþrótta – og heilsufræði. Hver nemandi skráir sig á tvö námskeið sér að kostnaðarlausu.
Nauðsynlegt er að skrá sig með @hi.is netfangi og HÍ aðgangsnúmeri, sem nemendur fá sent í pósti. Eftir að skráningu á námskeið er lokið fær viðkomandi tölvupóst sem staðfestir skráningu.
Athugið að öll námskeiðin eru haldin utandyra og því þurfa allir þátttakendur að klæða sig eftir veðri og vera tilbúnir í útiveru.
Hægt verður að byrja bóka á föstudaginn 6. september kl. 12:00