411-5615 muu@reykjavik.is

SORPA - ALLT Í RUSLI - FRÆÐSLA FYRIR SKÓLA

Byggðasamlag SORPU sér um meðhöndlun úrgangs þ.e. hirðingu, móttöku og förgun sorps, fyrir átta sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu.

SORPA stuðlar að sjálfbærum gildum sem víðast í samfélaginu m.a. með aukinni nýtingu hráefna sem felast í úrgangi og fræðslu við almenning.

SORPA

Hlutverk SORPU er að annast meðhöndlun úrgangs og sinna þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna. 

SORPA annast meðhöndlun úrgangs  og sér um rekstur á móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað, gas- og jarðgerðarstöð og sex endurvinnslustöðvum. 

SORPA bs. er rekin án hagnaðarsjónarmiða með umhverfi, samfélag og hagkvæmni að leiðarljósi.

SORPA er ábyrgur og leiðandi þátttakandi í hringrásarhagkerfinu og leggur áherslu á að vernda umhverfið og nýta með sjálfbærum hætti þær auðlindir sem felast í úrgangi, samkvæmt forgangsröðuninni; endurnotkun, endurvinnsla og endurnýting.

 

ALLT Í RUSLI

Sorpa býður skólahópum upp á 40 mín fræðsluheimsókn sem ber heitið ALLT Í RUSLI. Fræðslan fer fram í húsnæði Góða hirðisins eða í skólunum sjálfum og er aðlöguð að hverju skólastigi.

Í fræðslunni er hringrásarhagkerfið útskýrt, fjallað um loftlagsbreytingar og varpað upp þeim áhrifum sem  lífsvenjur okkar  mannanna hefur á umhverfi og jörð.

Farið er, lausnamiðað ,yfir skilvirkustu leiðir til umhverfislegra farsældar og tæki og tól gefin til að geta brugðist við loftslagsvánni sem blasir við okkur.

Að kynningu lokinni er gefið rými fyrir vangaveltur og spurningar.

    ALLT Í RUSLI í GÓÐA HIRÐINUM

    40 mínútna kynning, spjall og vangaveltur um hvað við getum gert saman til þess að breyta hugarfari okkar og bregðast samtaka við loftlagsbreytingum.

    10 mínútna skoðunarferð um bækistöðvar nar  þar sem nemendur fá eina bók, að eigin vali, að gjöf úr fjársjóði Góða hirðisins.

      • Tímabil: 1. september 2024 til 1. maí 2025
      • Aldur:  5-10. bekkur grunnskóla
      • Tími: Fimmtudaga kl. 09:30 til 10:30
      • Hópastærð: Hámark 40 nemendur
      • Staðsetning: Góði hirðirinn

    ALLT Í RUSLI Í SKÓLANUM

    Við mætum í skólann þinn með 40 mínútna kynningu, spjall og vangaveltur um hvað við getum gert saman til þess að breyta hugarfari okkar og bregðast samtaka við loftlagsbreytingum.

      • Tímabil: 1. september 2024 til 1. maí 2025
      • Aldur:  5-10. bekkur grunnskóla
      • Tími: Þriðjudag og miðvikudag milli kl. 08:00-12:00 (hægt að velja tíma)
      • Hópastærð: Hámark 40 nemendur
      • Staðsetning: Við komum í skólann þinn