411-5615 muu@reykjavik.is

Lundurinn

Lundurinn er útikennslustofa í hjarta frístundagarðs Gufunesbæjar. 

Skráning og bókanir sendist á muu@reykjavik.is

Lundurinn Gufunesbæ

Lundurinn útikennslustofa

Lundurinn er útikennslustofa Miðstöðvar útivistar og útináms og er sannkölluð útinámsvin í hjarta útisvæðis Gufunesbæjar.

Hér er frábær aðstaða til þess að framkvæma útikennslu í öllum námgreinum, spreyta sig á útieldun, búa til huggulega samveru undir beru lofti eða hafa það notalegt í kringum opinn eld eftir leik í frístundagarðinum við Gufunesbæ.

Sjá staðsetningu

Aðstaða og útbúnaður

Lundurinn er afgirt rjóður með yfirbyggðu skýli, náttúrulegum bekkjum, trjám til að klifra í og eldstæði. Aðstaðan hentar vel 20-30 manna hópum. Klósettaðstaða er fyrir hópa í frístundagarðinum.

Hægt er að panta fjölbreyttan búnað með Lundinum.

Opið er fyrir bókanir virka daga, fyrir og eftir hádegi, í samræmi við aðra dagskrá á svæðinu. Fyrirspurnir og bókanir sendist á muu@reykjavik.is

Lundurinn útikennslustofa í Gufunesbæ

Hvernig virkar Lundurinn?

  • Starfsmenn MÚÚ sjá um undirbúning og frágang Lundsins samkvæmt bókun.
  • Tekið er á móti hópum við komu á svæðið og búnaður afhentur.
  • Hópar eru að öllu leiti sjálfbjarga með utanumhald, öryggi og dagskrá í Lundinum.
  • Starfsmenn hópa bera ábyrgð á barnahópi sínum á svæðinu og ber að tryggja öryggi þeirra öllum stundum (eldstæði, hitablásari, grillspjót, klifur í trjám, kastali á útisvæði) auk þess að gæta að allur aðbúnaður og útbúnaður sé í góðu ásigkomulagi að notkun lokinni.
  • Starfsmenn MÚÚ eru aldrei langt undan ef hópar þurfa á aðstoð að halda.