Úti er ævintýri
Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) býður uppá skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaða skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“. Dagskráin er ókeypis og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms. Starfsmenn MÚÚ taka á móti hópum í fyrir fram ákveðna dagskrá sem er árstíðarmiðuð, unnin út frá aðalnámskrá og aðlöguð hverju skólastigi fyrir sig.
Skráning hér fyrir neðan
NEYSLUVEISLAN
Rafrænn umhverfisratleikur um ábyrga neyslu og framleiðslu sem unnin er út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár í náttúrugreinum við lok 10. bekkjar.
-
- Tímabil: 10. september til 3. nóvember 2024
- Aldur: Unglingastig (8.-10. bekkur)
- Tími: Þrið. mið. og fimmtudaga kl. 10:00 til 12:00
- Hópastærð: Hámark 30 nemendur – 6 litlir hópar
- Staðsetning: Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
- Tímabil: 10. september til 3. nóvember 2024
JÓLASVEINAFERÐALAG
Rafrænn ratleikur þar sem slegist er í för með íslensku jólasveinunum á leið til byggða. Ferðalag sveinanna er í senn fræðandi, ævintýralegt og skemmtilegt.
-
- Tímabil: 12. nóvember til 13.desember 2024
- Aldur: Leikskóli og 1. bekkur
- Tími: Þrið. mið. og fimmtudaga kl. 10:00 til 12:00
- Hópastærð: Hámark 30 nemendur – 6 litlir hópar
- Staðsetning: Frístundagarðurinn við Gufunesbæ
- Tímabil: 12. nóvember til 13.desember 2024
JÓLADAGSKRÁ eftir hádegi
90 mín jólastemning eftir hádegi í Gufunesbæ. Tekið er á móti hópum í Lundinum með upphituðu tjaldi og varðeldi. Dagskrá er aðlöguð að hverju aldursstigi; saga í tjaldi og jólakúluleit eða jólaratleikur.
-
- Tímabil: 12. nóvember til 13.desember 2024
- Aldur: Leikskóli og frístund
- Tími: Þrið. mið. og fimmtudaga – 90 mín – á tímabilinu frá kl. 13:00 til 15:30
- Hópastærð: Hámark 30 nemendur
- Staðsetning: Frístundagarðurinn við Gufunesbæ
- Tímabil: 12. nóvember til 13.desember 2024
EIN JÖRÐ
Nemendur ,,ferðast” til mismunandi staða á jörðinni og fá að heyra sögu jafnaldra sinna frá ólíkum heimshornum. Barnasáttmáli SÞ og mannréttindi eru í hávegum höfð.
-
- Tímabil: 14. janúar til 14.mars 2025
- Aldur: Miðstig (5.-7. bekkur)
- Tími: Þrið. mið. og fimmtudaga kl. 10:00 til 12:00
- Hópastærð: Hámark 30 nemendur – 6 litlir hópar
- Staðsetning: Frístundagarðurinn við Gufunesbæ
- Tímabil: 14. janúar til 14.mars 2025
DÝR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU
Ratleikur sem tekur á mikilvægi lífbreytileika fyrir allt líf á jörðinni. Börnin ferðast um allan heim og kynnast dýrum í útrýmingarhættu.
-
- Tímabil: 18. mars til 16. maí 2025
- Aldur: 2.-4. bekkur grunnskóla
- Tími: Þrið. mið. og fimmtudaga kl. 10:00 til 12:00
- Hópastærð: Hámark 30 nemendur – 6 litlir hópar
- Staðsetning: Frístundagarðurinn við Gufunesbæ
- Tímabil: 18. mars til 16. maí 2025