411-5615 muu@reykjavik.is

Úti er ævintýri

Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) býður uppá skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaða skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“. Dagskráin er ókeypis og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms. Starfsmenn MÚÚ taka á móti hópum í fyrir fram ákveðna dagskrá sem er árstíðarmiðuð, unnin út frá aðalnámskrá og aðlöguð hverju skólastigi fyrir sig.